Azerbaijan
- gardarorn4
- Nov 1, 2022
- 1 min read
Eftir að ég hef heimsótt Mið-Austurlöndin þá liggur leið mín til lands sem mig hefur lengi langað til og hef oft haldið með í Eurovision. Azerbaijan er í raun meira í Asíu en Evrópu en samt taka þeir alltaf þátt í keppninni góðu. Ég kveð því hitann og sólina og skelli mér í kulda þarna austur eftir. Eftir Barein millilendi ég í tvær nætur í Abu Dhabi en á svo flug eldsnemma morguns 30. nóvember. Hér eru upplýsingar um landið.


Ø Nafn lands: Azerbaijan
Ø Höfuðborg: Baku
Ø Íbúafjöldi: 10.353.000
Ø Meðalaldur íbúa: 32,6 ár
Ø Lífslíkur við fæðingu: 74,15 ár
Ø Læsi og menntun: 99,8 %
Ø Stærð: 86.600 ferkílómetrar
Ø Tungumál: Azeri opinbert tungumál, önnur tungumál rússneska og armenska.
Ø Trúarbrögð: Múslimar (97,3%), kristnir (2,6%).
Ø Gjaldmiðill: Azerbaijan Manat (AZN)
Ø Þjóðarleiðtogi: Forseti - Ilham ALIYEV
Ø Sjálfstæði: 30. Ágúst 1991 frá Sovétríkjunum
Ø Hinsegin réttindi: Samkynhneigð hefur verið lögleg frá árinu 2000. Hins vegar eru engin
lög sem bannar misrétti gegn samkynhneigðum og þurfa þeir oft að þola árásir og barsmíðar.
Hjónabönd samkynja para eru ekki samþykkt.
Ø Önnur mannréttindi: Ekki góð staða. Mikið um hótanir og líkamsmeiðingar. Önnur
trúarbrögð en íslam illa séð. Hins vegar hefur staða kvenna verið nokkuð góð og fengu þær
kosningaréttindi árið 1919, á undan mörgum öðrum Evrópuþjóðum. Illa farið með fátæka og
þá sem minna mega sín í samfélaginu.
Komentarze