top of page

Barein

  • gardarorn4
  • Nov 1, 2022
  • 1 min read

Næsta land sem ég mun heimsækja er hin litla eyja Barein. Þessi staður hefur lengi verið á mínum lista að heimsækja og hlakka ég mikið til þess. Þarna verð ég frá 24. nóv til 28. nóv. Hér eru nokkrar upplýsingar um landið.














Ø Nafn lands: Barein


Ø Höfuðborg: Manama


Ø Íbúafjöldi: 1.540.000


Ø Meðalaldur íbúa: 32,9 ár


Ø Lífslíkur við fæðingu: 79,9 ár


Ø Læsi og menntun: 97,5%


Ø Stærð: 760 ferkílómetrar


Ø Tungumál: Arabíska, Enska, Farsi og Urdu


Ø Trúarbrögð: Múslimar (73,7%), Kristnir (9,3%), Gyðingar (0,1%), annað (16,9%)


Ø Gjaldmiðill: Bareinskur Dínar (BHD) (Næst sterkasti gjaldmiðill í heimi)


Ø Þjóðarleiðtogi: Konungur - HAMAD bin Isa Al-Khalifa


Ø Sjálfstæði:15. Ágúst 1971 frá Bretum


Ø Hinsegin réttindi: Eitt af fáum löndum Mið-Austurlanda þar sem samkynhneigð er

leyfileg og hefur verið það frá árinu 1976. Eins hafa kynleiðréttingaaðgerðir verið leyfðar.

Hins vegar eru mannréttindi hinsegin fólks ekki góð og samkynja sambönd ekki viðurkennd

af samfélaginu. Misjafnt eftir því hversu opnar fjölskyldur eru hvernig tekið er á

samkynhneigð. Hinsegin fólk er mikið til í felum í landinu.


Ø Önnur mannréttindi: Ekki góð staða og hefur farið versnandi á síðustu árum.

Kvenréttindi hafa hins vegar lagast en réttindi flóttamanna og barna hafa versnað. Mikið um

lög og reglur og refsingar, jafnvel pyntingar.

Comments


bottom of page