Ferðalagið hafið
- gardarorn4
- Nov 12, 2022
- 1 min read
Jæja, það kom að því að upp rynni dagurinn sem ferðalagið myndi formlega hefjast. Síðustu dagar hafa heldur betur verið langir og strangir en með dyggri aðstoð gekk þetta allt upp og ég kominn í gott atlæti til foreldra minna á Spáni þar sem ég ætla að sleikja sólina næstu vikuna og láta foreldrana stjana við mig, minna má það nú varla vera, ég sem er á leið burtu í heilt ár!
Það sem helst er að frétta frá Spáni er að moskítóflugurnar eru ennþá sprelllifandi og í miklu stuði fyrir hvíta manninn þannig að ég get strax tekið upp lyfin sem ég er með í emergency kittinu mínu! Öll góð ráð til að forðast bit frá þessari óværu eru vel þegin.
Læt þetta duga í bili, skrifa aftur síðar í næstu viku, áður en ég held í frekari ævintýri. Annars bara takk allir sem hafa sent mér fallegar kveðjur og hugsanir síðustu daga, hlakka til að halda ykkur uppfærðum um heimsins mál.

Be safe❤️