top of page

Kazakstan

  • gardarorn4
  • Nov 1, 2022
  • 1 min read

Já, hverjum dettur í hug að heimsækja Kazakstan í desember? Nú, auðvitað dettur mér það í hug. Það er á einum listanum mínum að klára einn daginn -Stan löndin, þetta stopp er liður í því. Eins hefur mig líka lengi langað að koma í þetta land, sem er það tíunda stærsta í heimi. Ég mun heimsækja tvær borgir í þessari ferð, byrja fyrst við Kaspíahafið í borg sem heitir Aktau en þaðan mun ég svo halda í þeirra fallegustu borg samkvæmt internetinu, Almaty. Mögulega mun ég reyna að fara í dagsferð í höfuðborgina sem er alltaf að breyta um nafn, Astana, en það fer allt eftir veðri og vindum. Hér eru upplýsingar um landið.




Ø Nafn lands: Kazakstan


Ø Höfuðborg: Astana (Nur-Sultan) Hafa margoft breytt nafni borgar, núna síðast í sept 22.


Ø Íbúafjöldi:19.398.000


Ø Meðalaldur íbúa: 31,6 ár


Ø Lífslíkur við fæðingu: 72,53 ár


Ø Læsi og menntun: 99,8 %


Ø Stærð: 2.724.900 ferkílómetrar (Tíunda stærsta land í heimi)


Ø Tungumál: Kazakh og rússneska opinber tungumál.


Ø Trúarbrögð: Múslimar (70,2%), kristnir (26,2% aðalega rússneska rétttrúnaðarkirkjan),

annað (0,2%), trúlausir (2,8%)


Ø Gjaldmiðill: Tenge (KZT)


Ø Þjóðarleiðtogi: Forseti - Kasym-Zhomart TOKAYEV 


Ø Sjálfstæði: 16. Desember 1991 frá Sovétríkjunum


Ø Hinsegin réttindi: Samkynhneigð verið lögleg síðan 1998. Fólk á þó erfitt með að koma út

úr skápnum og hjónabönd eru ekki samþykkt. Hinsegin fólk má gefa blóð og þau mega

þjónusta í hernum. Geta þó mætt fordómum og margir eru í felum með kynhneigð frá

fjölskyldu og vinnufélögum.


Ø Önnur mannréttindi: Mannréttindi eru sögð fremur léleg innan landsins. Ekki er almennt

tjáningafrelsi og að breyta um trúarbrögð er ekki vinsælt. Á síðustu árum hafa mannréttindi

batnað talsvert, enda mikið verið um mótmæli í landinu. Réttindi kvenna og barna hafa verið

tryggð með nýjum reglugerðum.

1 Yorum


Andrés Jakob Guðjónsson
Andrés Jakob Guðjónsson
03 Kas 2022

Vá!!!!

Beğen
bottom of page