Mið-Austurlönd framundan
- gardarorn4
- Nov 20, 2022
- 1 min read
Jæja, þá er komið að þessu. Ég ligg á hótelherbergi í París og bíð eftir að klukkan verði nógu mikið til að geta haldið á flugvöllinn, en það er komið að fyrsta áfangastaðnum í heimsferðinni og er það Kúveit. Flugið þangað tekur sirka 5 og hálfa klukkustund þannig að það verðir komið kvöld þegar ég er kominn þangað. Vona að allt gangi vel, en taskan mín er auðvitað aðeins of þung, ótrúlegt hvað maður getur pakkað endalaust.
Ég átti góðar stundir hjá foreldrum mínum á Spáni. Það eru að kaupa nýtt hús þar og fengum við það loksins afhent núna í vikunni þannig að vikan einkenndist af fundum með iðnaðarmönnum og búðarferða í húsgagnaverslanir. Eins var mikið borðað og drukkið og vinir og ættingjar heimsóttir eins og kostur var á.
Leyfi ykkur að fylgjast með ævintýrum í Mið-Austurlöndunum næstu 10 dagana eða svo.

Ég, mamma og pabbi að taka við lyklum af húsinu

Comments